Niðurskurður í heilbrigðismálum raskar atvinnuöryggi

ImageBoðaður niðurskurður á ríkisframlögum til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) veikir öryggi almennings í fjórðungnum og dregur úr fýsileika svæðisins til búsetu og atvinnurekstrar.

 

Lesa meira

Borgarafundur á Egilsstöðum í næstu viku

Stjórnlaganefnd og Samband sveitarfélaga á Austurlandi halda borgarafund um endurskoðun stjórnarskrárinnar á Hótel Héraði þriðjudaginn 5. október frá klukkan 20:00-22.00. Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum íbúa.

 

Lesa meira

Verum bleik í dag

Októbermánuður er mánuður bleiku slaufunnar og árveknisátaks gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélagið efnir nú til bleiks dags og hvetur fólk um land allt til að klæðast bleiku  í dag til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

 

Lesa meira

Dæmdur fyrir hnefahögg og brotnar tennur

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið tæplega tvítugan karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða skaðabætur fyrir að hafa slegið annan í andlitið og brotið í hönum sex tennur.

 

Lesa meira

Stjórnlagaþingsfundur annað kvöld

Austfirðingar eru hvattir til að mæta á borgararfund um endurskoðun stjórnarskrárinnar í annað kvöld sem haldinn er á Hótel Héraði frá klukkan
20:00-22:00. Stjórnlaganefnd og Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi standa að fundinum. Fundurinn er kynningarfundur um tjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum íbúa.

 

Lesa meira

Tryggvi Þór: Niðurskurður hjá HSA hneisa

ImageTryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að boðaður niðurskurður hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sé nokkuð sem ekki megi rætast.

 

Lesa meira

Gamlir björgunarsveitarmenn hittast fyrir vestan

ImageJaxlarnir, hópur eldri björgunarsveitarfélaga, hittist á Patreksfirði eftir tvær vikur. Austfirðingar hafa jafnan tekið virkan þátt í samkomunum og undirbúningin þeirra.

 

Lesa meira

Reyðarfjarðarlína dregin á ný

ImageÁkveðið hefur verið að endurreisa Reyðarfjarðarlínu sem varnarlínu fyrir sauðfjársmitsjúkdóma. Ástæðan er garnaveiki sem kom upp í Fáskrúðsfirði í vetur.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar