Orkumálinn 2024

Frægur erlendur leikari í Stuðlagili

Framleiðslufyrirtækið Truenorth getur ekki staðfest hvaða leikari var við tökur í Stuðagili um síðustu helgi, en gilið var lokað fyrir almennri umferð í tvo daga vegna þess. Framleiðandi hjá Truenorth segir svona stórt verkefni skipta máli á þessum tímum.

Lesa meira

Fyrstu göngur gengu þokkalega í dag þrátt fyrir þoku

„Þetta gekk alveg þokkalega hjá okkur í dag þar til að þoka skall á okkur um hálf þrjú leytið. Því gátum við ekki smalað allan daginn,“ segir Þorvarður Ingimarsson fjallskilastjóri Fljótsdælinga í samtali við Austurfrétt en hann fór við fimmta mann í göngur í morgun. Þetta eru fyrstu göngur á Austurlandi og óvenjusnemma á ferðinni. Réð veðurspáin miklu um það.

Lesa meira

Umferð um Hringveginn minnkaði um 27% á Austurlandi

Umferðin um Hringveginn í ágúst minnkaði langmest á Austurlandi eða um rúmlega 27% miðað við sama mánuð í fyrra. Raunar hefur umferð um Hringveginn um landið í heild í ágúst ekki minnkað jafnmikið síðan að mælingar hófust.

Lesa meira

Íbúi vill eitthvað fyrir almenning í Gamla ríkinu

Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíð Gamla ríkisins á Seyðisfirði. Pétur Kristjánsson íbúi í bænum, sem hefur sterkar taugar til hússins, segir að hann vilji helst sjá eitthvað fyrir almenning í Gamla ríkinu í framtíðinni.

Lesa meira

Fiskimjöli fyrir vel yfir milljarð króna skipað út

Um helgina og þar til í gærdag var skipað út rúmum 4900 tonnum af fiskimjöli frá fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Verðmætið nam vel yfir milljarði kr.

Lesa meira

Göngur geta orðið svolítið púsluspil vegna COVID

Göngur eru hafnar á Austurlandi og standa meir og minna út mánuðinn. Göngur og réttir geta orðið „svolítið púsluspil“ í ár að sögn fjallskilastjóra vegna sóttvarnareglna af völdum COVID.

Lesa meira

Félagsmönnum AFLs hefur fækkað um 6% vegna COVID

Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs-Starfsgreinafélags segir að á heildina litið hafi greiðandi félagsmönnum AFLs fækkað um 336, eða um 6%, á tímum COVID, það er frá mars-júlí í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs segir ámælisvert að Vinnumálastofnun sinni ekki lögbundnu hlutverki sínu varðandi miðlun starfa.

Lesa meira

Spáð er stormi á Austurlandi í kvöld

Appelsínugul viðvörun er í gangi í dag fyrir Austurland að Glettingi og gul fyrir Austfirði. Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi sé útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu.

Lesa meira

Allavega vika í að afurðaverð í sláturtíðinni liggi fyrir

Enn sem komið er hafa sláturhúsin ekki gefið út afurðaverð til sauðfjárbænda á þessari sláturtíð en smærri sláturhús hafa þegar hafist handa við að slátra. Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS) segir að það geti verið allt að ein vika í að verðið verði gefið út.

Lesa meira

Stefnir í nokkra fækkun á einbreiðum brúm á Austurlandi

Gangi markmið samgönguáætlunar fyrir árabilið 2020 til 2024 eftir mun einbreiðum brúm á Austurlandi fækka um sex, þar af eru fjórar á hringveginum. Yfir helmingur allra brúa í þjóðvegakerfinu eru einbreiðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.