Ekki æskilegt að starfsmenn séu einir á starfsstöð

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir því að Matvælastofnun (MAST) hyggist staðsetja sérfræðing í fiskeldi á Egilsstöðum þar sem ekkert eldi er stundað. Forstjóri stofnunarinnar segir betra að hafa fleiri starfsmenn stofnunarinnar á sama stað. Aðrir kostir séu þó ekki útilokaðir.

Lesa meira

Nýi Börkur með um 90 km af rafmagnsköplum innanborðs

Nýi Börkur liggur í Skagen í Danmörku þar sem unnið er af krafti um borð. Um 90 km af rafmagnsköplum verða um borð í skipinu. Það samsvarar um það bil vegalengdinni milli Hallormsstaðar og Neskaupsstaðar.

Lesa meira

Brotthvarf Steingríms opnar sæti ofarlega á lista VG

Vopnfirðingurinn Kári Gautason, núverandi framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hefur ákveðið að sækjast eftir sæti ofarlega á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í næstu þingkosningum. Núverandi oddviti listans, Steingrímur J. Sigfússon, tilkynnti um helgina að hann sæktist ekki eftir endurkjöri.

Lesa meira

Ekkert ferðaveður á Austfjörðum á morgun

Gul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum í nótt kl. 2 og gildir til kl. 22 annað kvöld. Ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi.

Lesa meira

Sóttvarnareglur ekki brotnar af ásetningi

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hafa borist nokkrar ábendingar um meint brot á sóttvarnareglum. Brotin snúast frekar um gáleysi en ásetning og hefur í öllum tilfellum verið snarlega bætt úr.

Lesa meira

„Heima er best“

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands ítrekar tilmæli sín um að fólk sé ekki á ferðinni milli landshluta að öðru.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar