Fólksfjölgun á Austurlandi töluvert undir meðaltali

Fólksfjölgun á Austurlandi var aðeins 0,9% á síðasta ári sem er töluvert undir landsmeðaltali. Aðeins á Vestfjörðum var fjölgunin minni eða 0,5%.


Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að þann 1. janúar síðastliðinn var íbúafjöldi á Íslandi 364.134 sem er 2,0% fjölgun frá sama tíma árið áður eða um 7.143 einstaklinga

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.803 fleiri 1. janúar 2020 en fyrir ári. Það jafngildir 2,1% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallslega var fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurlandi þar sem fjölgaði um 3,9% eða 1.053 frá síðasta ári.

Fólki fjölgaði um 2,6% á Suðurnesjum og 1,3% á Norðurlandi vestra. Minni fólksfjölgun var á Vesturlandi eða 0,9%, á Austurlandi 0,9% og á Vestfjörðum 0,5%.

Þegar litið er til síðustu fimm ára fjölgaði landsmönnum að meðaltali um 2,0% á ári. Suðurnes voru á tímabilinu fyrir ofan landsmeðaltal með 4,8% árlega fjölgun. Á Suðurlandi var fjölgunin einnig yfir landsmeðaltali, 3,1% á ári að meðaltali á meðan höfuðborgarsvæðið stóð í stað eða 2,0%.

Árleg fjölgun síðustu fimm ár var undir landsmeðaltali á Vesturlandi eða 1,4%, á Austurland var fjölgunin 1,1%, á Norðurland eystra 0,9%, á Norðurland vestra 0,5% og á Vestfjörðum aðeins 0,4%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.