Nýi Börkur með um 90 km af rafmagnsköplum innanborðs

Nýi Börkur liggur í Skagen í Danmörku þar sem unnið er af krafti um borð. Um 90 km af rafmagnsköplum verða um borð í skipinu. Það samsvarar um það bil vegalengdinni milli Hallormsstaðar og Neskaupsstaðar.

Fjallað er um smíðina á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir m.a. að um 120 starfsmenn Karstensens Skibsværft séu þar að störfum í augnablikinu og sinna ýmsum verkefnum.

Þeir Karl Jóhann Birgisson og Jóhann Pétur Gíslason vélstjóri dvelja í Skagen og fylgjast með öllum framkvæmdum fyrir hönd Síldarvinnslunnar.

„Hér gengur allt mjög vel. Það er unnið samkvæmt áætlun og hún virðist standast ágætlega. Það er verið að vinna allsstaðar í skipinu. Til dæmis er byrjað er að klæða veggi, það er unnið í pípulögnum, verið að koma öllum vindum fyrir og eins er unnið í rafkerfinu,“ segir Karl Jóhann

„Mörg þessara verka eru umfangsmikil og má nefna hvað rafkerfið varðar að lagðir verða 90 km af köplum. Það sem einkennir störfin hér er mjög gott skipulag og mikil fagmennska. Það fer vel um okkur Jóhann Pétur hérna og ekki skemmir fyrir að veðrið hefur verið gott. Við erum búnir að kaupa okkur hjól og hjólum í vinnuna og um bæinn. Við getum ekki kvartað yfir neinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.