Tveir leikskólar í Fjarðabyggð stytta opnunartíma vegna COVID

Í dag þriðjudag verður styttri opnunartími í tveimur leikskólum í Fjarðabyggð vegna hertra sóttvarnarreglna. Um er að ræða  Dalborg á Eskifirði og Lyngholt á Reyðarfirði


Dalborg verður opin til kl. 12:15 í dag og í Lyngholti verður opið frá kl. 12:00 til 16:30. Aðrir leikskólar í Fjarðabyggð munu hafa óbreyttan opnunartíma.

Á vefsíðu Fjarðabyggðar segir að ástæða þessa er reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnir í skólastarfi sem birt var kl. 21:30 í gærkvöldi. Í henni kemur m.a. fram að fjöldatakmarkanir verða í leikskólum, 50 börn saman í hólfi, auk þess sem samgangur starfsmanna er takmarkaður. Í þessum tveimur leikskólum þarf að fara í talsverðar tilfæringar og endurskipuleggja starfið með hliðsjón af hertum reglum.

„Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar til að tryggja að reglugerðinni sé fylgt. Við vonum að foreldrar sýni þessu skilning,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.