Rafmagnstruflanir gætu orðið víða á Austurlandi næstu daga

Rafmagnstruflanir geta orðið víða á Austurlandi milli kl 08:00 og kl 19:00 dagana 2. til 5. nóvember.


Á vefsíðu RARIK segir að slíkar truflanir gætu orðið í Vopnafirði, Borgarfirði, Seyðisfirði, Mjóafirði, Neskaupsstað og á Héraði.

Ástæða þessa er vinna við háspennulínu Landsnets við Eyvindará sem miðar að því að hækka spennuna á línunni.

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK Austurland veldur þessi vinna því að Byggðalínan er úti úr kerfinu í fjórðungnum og keyrt er á eigin virkjunum innan Austurlands. Þetta gerðist síðast árið 2007.

Ekki er von á að til stórfelldra truflana komi fyrrgreinda daga.
.
Þá verða rafmagnstruflanir í Breiðdal í dag frá kl 09:00 til kl 19:00. Í upphafi og lok aðgerðar verður stutt rafmagsleysi Selnesi 1-34 og í fyrri hluta aðgerðar verður klukkustundar rafmagnsleysi í íþróttahúsi, skóla, Hrauntúni, Ásvegi 11-32, hesthúsi og sveit frá Gljúfraborg að Snæhvammi vegna tengivinnu á nýrri Aðveitustöð. Verður rafmagn framleitt með varaafli á meðan.

Mynd: Rarik

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.