Rafmagnstruflanir gætu orðið víða á Austurlandi næstu daga

Rafmagnstruflanir geta orðið víða á Austurlandi milli kl 08:00 og kl 19:00 dagana 2. til 5. nóvember.


Á vefsíðu RARIK segir að slíkar truflanir gætu orðið í Vopnafirði, Borgarfirði, Seyðisfirði, Mjóafirði, Neskaupsstað og á Héraði.

Ástæða þessa er vinna við háspennulínu Landsnets við Eyvindará sem miðar að því að hækka spennuna á línunni.

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK Austurland veldur þessi vinna því að Byggðalínan er úti úr kerfinu í fjórðungnum og keyrt er á eigin virkjunum innan Austurlands. Þetta gerðist síðast árið 2007.

Ekki er von á að til stórfelldra truflana komi fyrrgreinda daga.
.
Þá verða rafmagnstruflanir í Breiðdal í dag frá kl 09:00 til kl 19:00. Í upphafi og lok aðgerðar verður stutt rafmagsleysi Selnesi 1-34 og í fyrri hluta aðgerðar verður klukkustundar rafmagnsleysi í íþróttahúsi, skóla, Hrauntúni, Ásvegi 11-32, hesthúsi og sveit frá Gljúfraborg að Snæhvammi vegna tengivinnu á nýrri Aðveitustöð. Verður rafmagn framleitt með varaafli á meðan.

Mynd: Rarik

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar