Auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir virkjun í Þverá

Vopnafjarðarhreppur hefur auglýst tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir virkjun í Þverá. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. desember n.k. Virkjunin verður 6 MW.

Þverá er dragá sem rennur úr Smjörfjöllum niður á lálendi Vopnafjarðar, út í Hofsá og þaðan til sjávar. Um er að ræða svæðið frá brú á Sunnudalsvegi upp með Þverá að áramótum Þverár og Sauðár þar sem stífla er áformuð þvert yfir árfarveg Þverár.

Aðalstíflan liggur úr landi Hrappsstaða/Háteigs yfir í land Egilsstaða rétt neðan við ármót Þverár og Sauðár, og myndar þannig lítið inntakslón. Stíflan er hefðbundin jarðstífla með stálþili eða kjarna sem þéttingu. Lengd stíflunnar er um 110 m og mesta hæð stíflunnar er um 18 m.

Sjá nánar á vefsíðunni Vopnafjardarhreppur.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.