Sóttvarnareglur ekki brotnar af ásetningi

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hafa borist nokkrar ábendingar um meint brot á sóttvarnareglum. Brotin snúast frekar um gáleysi en ásetning og hefur í öllum tilfellum verið snarlega bætt úr.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar í dag sem minnir fólk á að kynna sér þær reglur sem í gildi eru og fylgja þeim eftir. Sérstaklega er minnt á að allir sem fæddir eru fyrir árið 2011 eru skyldugir til að nota grímur í verslunum.

Þá er vikið orðum að starfsfólki grunnskóla sem notað hafa daginn í að laga skólastarfið að hertum reglum. Aðgerðastjórnin kallar eftir að sýndur sé skilningur á flóknum verkefnum þar og minnt á að mikilvægt sé að foreldrar og nemendur leggi einnig sín lóð á vogaskálarnar.

Staðan á Austurlandi er góð miðað við aðra landshluta, tveir eru í einangrun eftir landamæraskimum og þrír í sóttkví.

Augljóst er þó að lítið megi út af bregða. Á upplýsingafundi almannavarna í morgun kom fram að um fjórðungur þeirra 26 sem greindust með veiruna í gær byggju utan höfuðborgarsvæðisins. Þá væru enn að koma fram litlar hópsýkingar, einkum á Norðurlandi og þar álag aukist á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.