Ekkert ferðaveður á Austfjörðum á morgun

Gul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum í nótt kl. 2 og gildir til kl. 22 annað kvöld. Ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að spáð sé við norðvestan stormi eða roki 18-28 m/s.

„Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 30-45 m/s. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi,“ segir á vefsíðunni.

„Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.