„Heima er best“

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands ítrekar tilmæli sín um að fólk sé ekki á ferðinni milli landshluta að öðru.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar í dag. Hún hefur síðustu vikur nokkrum sinnum sent frá sér tilmæli þar sem ráðið er öðrum ferðalögum en þeim allra nauðsynlegustu, einkum til Reykjavíkur.

Minnt er á að sérstaklega sé mikilvægt að hindra útbreiðslu Covid-19 faraldursins til að minnka álag á heilbrigðisþjónustuna, sem ekki má við auknum á föllum. „Heima er best,“ segir í tilkynningunni.

Tveir einstaklingar eru í einangrun með virkt smit, en þeir greindust við landamæraskimun. Þrír eru í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.