Hætta á rafmagnstruflunum á Seyðisfirði á morgun

Hætta er á rafmagnstruflunum á Seyðisfirði á morgun meðan ísing verður hreinsuð af raflínum á Fjarðarheiði. Ágætlega hefur gengið að koma rafmagni á bæinn eftir að stór skriða féll á utanverðan kaupstaðinn á föstudag. Nokkur hús eru þó enn án rafmagns.

Lesa meira

Ólíklegt að viðlíka skriða hafi fallið á svæðinu í þúsundir ára

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands viðurkenna að þeir engan vegin átt von á jafn stórri aurskriðu og féll á utanverðan Seyðisfjörð á föstudag. Engin ummerki hafi verið um slíkt. Enn er verið að meta ástand í hlíðinni ofan bæjarins. Undirbúningur er þegar hafin að vöktunarkerfi fyrir framtíðar.

Lesa meira

Ekki óhætt að létta frekari rýmingu að sinni

Enn er verið að kanna og meta stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði auk þess sem unnið er að lagfæringu innviða. Á meðan sú vinna er í gangi þykir ekki óhætt að aflétta frekari rýmingu. Mat á rýmingarþörf er hinsvegar stöðugt í gangi. Næstu tilkynninga er að vænta milli klukkan 14 og 15 í dag.

Lesa meira

Reyna að svara fyrirspurnum um tryggingar eins fljótt og kostur er

Starfsmenn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) verða til viðtals austur á Seyðisfirði á morgun fyrir eigendur fasteigna sem orðið hafa fyrir tjóni í skriðuföllum þar síðustu viku. Forstjóri stofnunarinnar segir að reynt verði að leysa úr málunum eins fljótt og kostur er. Það veltur þó að hluta á hve hratt gengur að vinna nýtt hættumat og skipulag fyrir svæðið.

Lesa meira

„Við munum fara í gegnum þetta saman“

Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir hug landsmanna allra vera hjá Seyðfirðingum. Hún segir alla vera reiðubúna að aðstoða Seyðfirðinga, jafnt nú sem í þeim verkefnum sem framundan eru en minnir þá að því að huga að sér og sínum.

Lesa meira

„Þetta verður löng barátta“

Björgunarsveitarfólk á Seyðisfirði hefur litla hvíld fengið síðan skriðuföll byrjuðu í bænum síðasta þriðjudag. Gríðarlegt tjón varð svo á föstudag þegar stór skriða féll á utanverðan bæinn. Formaður björgunarsveitarinnar Ísólfs er þakklátur fyrir þann stuðnings sem fólk víða að hefur sýnt sveitinni og bæjarbúum.

Lesa meira

Vonast til að geta hafið hreinsun í dag

Vonast er til að hægt verði að hefja hreinsunarstarf á Seyðisfirði í dag og að íbúar á skriðusvæðum geti vitjað húsa sinna. Framhaldið skýrist eftir stöðufund sem hefst klukkan tíu.

Lesa meira

Boðað til íbúafundar á Eskifirði

Íbúafundur vegna skriðuhættu á Eskifirði verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 22. desember, klukkan 18:00. Fundurinn verður sendur beint út á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Húsasmiðjan styður íbúa Seyðisfjarðar

Húsasmiðjan afhenti í dag Rauða krossi Íslands í Múlasýslu tveggja milljóna króna styrk, í formi inneignar til að aðstoða þá íbúa Seyðisfjarðar sem mesta hjálp þurfa á að halda, með byggingavörur, eftir hamfarir síðustu daga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.