Vonast til að hafa betri gögn um stöðuna síðdegis

Vera kann að rýmingu verði áfram viðhaldið á stóru svæði á Seyðisfirði undir Botnum. Enn er verið að meta líkurnar á frekari skriðuföllum á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum á Austurlandi.

Þar segir að verið sé að rýna gögn sem safnað hefur verið síðustu daga, meðal annars um stöðugleika í jarðvegi ofan við þau hús sem enn eru rýmd. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir síðar í dag.

Í kjölfarið verður ákveðið hve langt verði hægt að ganga í að aflétta rýmingu. Óvissa er enn til staðar og því kunni rýmingin að standa óbreytt en verði metin að nýju í fyrramálið.

Tilkynning verður send út um leið og niðurstaða liggur fyrir, eigi þó síðar en um klukkan 18.

Upplýsingafundur, ætlaður íbúum, hefst klukkan 16 og verður sendur út beint á Facebook auk þess sem hægt er að fylgjast með honum í fjöldahjálparmiðstöðunum í grunnskólanum á Egilsstöðum og félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.