Helgin: Frjósemishátíð austfirskra fjöllistamanna

Við teljum HönnunarMars sé frábær vettvangur til þess að ná til fólk sem hefur áhuga á skapandi ferli, en við trúum því að það sé drifkraftur fyrir skipulagsþróun. Við viljum auka flóruna, mynda tengsl og fá til liðs við okkur skemmtilegt og skapandi fólk til þess að taka þátt í nýjum verkefnum með okkur,“ segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Lesa meira

Brönsinn er vinsælasta fermingarveisluformið

„Brönsinn hentar afskaplega vel, sérstaklega þegar fermt er klukkan ellefu en þá kemur fólk til okkar eftir athöfn og borðar hádegismat í seinna fallinu,“ segir Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstjóri, um veitingar í fermingarveislunni.

Lesa meira

Helstu kostir og gallar; „Ég er opinn fyrir öllu“

Áfangastaðahönnuðurinn Daniel Byström er í yfirheyrslu vikunnar, en hann hefur unnið að verkefninu Áfangastaðurinn Austurland, en stórum áfanga í því verkefni var náð í vikunni þegar heimasíðan austurland.is var formlega opnuð.

Lesa meira

„Heima er hér“

Esther Brune á segist hafa lært íslensku í bútum eftir því við hvað hún vann hverju sinni. Hún segir tungumálið hafa verið framandi og erfitt í fyrstu og segir að það þvælist enn stundum fyrir sér, tæpum fjörutíu árum eftir að hún flutti til landsins. Esther sagði sögu sína í þættinu Að austan á N4 á dögunum.

Lesa meira

Helgin: Erum við góð hvert við annað?

„Þetta er sjöunda árið sem Forvarnarmálþingið er haldið og þó svo að fókusinn sé ólíkur í hvert sinn þá hefur yfirmarkmiðið alltaf verið það sama – að gera gott samfélag betra,“ segir Margrét Perla Kolka, kennari í Verkmenntaskóla Austurlands, um opið málþing sem haldið verður í Nesskóla á laugardaginn.

Lesa meira

„Margir sem halda að hún sé amma mín“

„Það hefur auðvitað verið ákveðin pressa yfir þessu öllu saman, þetta eru svo stórir skór að fylla í,“ segir Norðfirðingurinn Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem hefur heldur betur slegið í gegn með túlkun sinni á söngkonuninni Elly Vilhjálms í leiksýningunni Elly í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.

Lesa meira

Austurland.is opnar á morgun

Opinber heimasíða verkefnisins Áfangastaðurinn Austurland verður opnuð með viðhöfn á flugvellinum á Egilsstöðum á morgun. Því verður fylgt frekar eftir með viðburðum á Hönnunarmars um næstu helgi.

Lesa meira

Helvítisgjáin er mesta undur veraldar

Draumey Ósk Ómarsdóttir, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum er í yfirheyrslu vikunnar, en félagið frumsýnir leikritið Ronju Ræningjadóttur í leikstjórn Írisar Lindar Sævarsdóttur í Frystiklefa Sláturhússins á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar