Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir lagði toppliðið: Áttum sigurinn skilinn

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis í annarri deild kvenna vann í gær sinn annan leik í sumar þegar liðið hafði betur, 1-0 gegn Aftureldingu/Fram á Norðfjarðarvelli. Þjálfarinn segir liðið hafa verið seinheppið upp við mark andstæðingana í sumar.

Lesa meira

„Stóð stoltur með hönd á hjarta“

„Þetta var alveg geggjað allt saman, þarna var maður að sjá íþróttafólk sem maður annars sér bara í sjónvarpinu. Ég hef ekki skemmt mér eins vel í bogfimi síðan ég byrjaði að æfa,“ segir Haraldur Gústafsson, en hann hlaut bronsverðlaun ásamt liðsfélögum sínum í keppni í sveigboga á 70 metra færi á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í byrjun júní.

Lesa meira

Draumabyrjun Einherja: Fullt hús stiga

Einherji er í efsta sæti þriðju deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína og er eina liðið í efstu fjórum deildum Íslandsmóts karla í knattspyrnu sem státar af þeim árangri. Árangurinn er enn merkilegri í ljósi þess að vart er hægt að ná öllum hópnum saman fyrr en um miðjan júní.

Lesa meira

Knattspyrna: Leiknir vann sinn fyrsta leik með að skella toppliðinu

Leiknir Fáskrúðsfirði náði á laugardag í sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu á þessu sumri þegar liðið vann Fylki, sem fyrir helgina var ósigrað í efsta sæti deildarinnar 3-1. Þjálfarinn segir breytingar sem gerðar hafi verið á liðinu að undanförnu vera að skila sér.

Lesa meira

Stelpugolf: „Á vellinum ræður núvitundin ríkjum“

„Það hallar á konur, það er staðreynd. Það eru 20 börn að æfa golf hér á Reyðafirði og kannski bara þrjár stelpur sem byrja sumarið en aðeins ein til tvær sem endast,“ segir Sunna Reynisdóttir í Golfklúbbi Fjarðabyggðar, en Stelpugolf, samstarfsverkefni GSÍ og PGA verður haldið á Kolli, golfvellinum á Reyðarfirði á mánudaginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar