Við verðum að gera betur

„Það er ólýsanlega erfitt og sárt að upplifa að einhver hafi skaðað barnið þitt. Barnið sem þú hefur eytt lífinu í að vernda. Að uppgötva að enginn er óhultur þar sem ofbeldismanninn má oftast finna í nærumhverfinu en er ekki ókunnugt skrímsli í myrku húsasundi stórborgar. Það er svo óhugnanlegt að einhverjum finnist hann hafa rétt til að gera það sem honum sýnist án tillits til afleiðinganna sem geta litað restina af lífinu ef hjálpin berst ekki.

Lesa meira

Fljúgum hátt – um hagsmuni landsbyggðar og innanlandsflug

Ég var svo heppinn að geta fylgst með í gegnum internetið málþinginu um innanlandsflug sem fór fram í síðustu viku og verð að segja, sem brottfluttur Austfirðingur og í hjarta mínu mikill landsbyggðarmaður, að ég var sammála og gat tengt við hvert einasta orð sem þar kom fram.

Lesa meira

Þegar okkur vantar fólk

Á Íslandi erum við 340.000, á Austurlandi um 10.000. Það eru ekkert sérstaklega margir, ekki á Íslandi í heild og alls ekki hérna megin á Íslandi. Það blasir við okkur að við þurfum að byggja upp mikla innviði. Á Austurlandi og út um allt land þarf að bæta samgöngur verulega og auka þjónustu. Við erum bara eiginlega of fá til að standa undir kostnaðinum við það.

Lesa meira

Hvað á ég að kjósa?

Eftir eitt ár frá síðustu talningu upp úr kjörkössum er enn aftur komið að kosningum. Eðlilega spyrja kjósendur sig af því, hvers vegna að kjósa aftur? Sömu loforðin eru gefin, innviðir lagaðir hér og þar. En hvað gerði Viðreisn fyrir mig sem skattgreiðenda?

Lesa meira

Helvítis útlendingar

Ég hef síðustu tólf mánuði sinnt afgreiðslu og þjónustu við íslenska og erlenda viðskiptavini. Ég kom aftur til þjónustustarfa eftir tveggja ára fjarveru á þeim starfsvettvangi, en árin 2014 – 2016 breytti ég til og vann við að mennta ungt fólk á framhaldsskólaaldri. Áður hafði ég starfað í þjónustugeiranum í um 15 ár.

Lesa meira

Enn um áhættumat

Þær áætlanir um laxeldi sem nú eru uppi eru tvímælalaust eitt stærsta byggðamál sem fram hefur komið síðustu áratugi og ef þessi uppbygging gengur eftir geta byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast svo sannarlega horft fram á bjartari tíma. Um er að ræða þekkingariðnað sem leiðir af sér hundruð fjölbreyttra starfa og í stað þess að tala um atgervisflótta er hægt að fara að tala um atgervissókn.

Lesa meira

Hvers vegna býð ég mig fram?

Ég sat á hesti (hann var ekki hvítur) þegar síminn hringdi. Ágætur maður í símanum fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið því að ég þurfti að blístra á hundana og reyna að sjá til þess að rollurnar færu ekki á veg allrar veraldar. En á endanum náði ég erindinu.

Lesa meira

Þjóðvegur 1 – Öryggi í fyrirrúmi

Í síðustu viku, á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra, að Þjóðvegur 1 skuli liggja um firði og Fagradal í stað þess að liggja yfir Breiðdalsheiði. Ákvörðunin virðist hafa farið fyrir brjóstið á fámennum hópi sem hefur farið hátt á samfélagsmiðlum og nýverið skrifaði Sigurjón M. Egilsson grein um málið þar sem hann gefur í skyn að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða, geðþóttaákvörðun ráðherra sem byggi á einskonar verðlaunaafhendingu miðað við þá langsóttu samlíkingu sem greinahöfundurinn notaði.

Lesa meira

Heimkoma fjölskyldu; Úr sólinni á Balí til 700 Egilsstaða?

Hvað gerir fjögurra manna fjölskylda, nýflutt aftur til Íslands, þegar íbúðaverðið rís stöðugt í Reykjavík. Og ekki bara íbúðaverðið heldur líka daggæsla, tómstundir og tíminn. Er þá Austurland kannski málið?

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar