Aðför að sjálfstjórn sveitarfélaga

Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða hefur verið lagt fram og bíður nú framsögu umhverfis- og auðlindaráðherra, svo að vísa megi málinu til nefndar og síðar til endanlegrar afgreiðslu á Alþingi.

Lesa meira

Rammvillta vinstrið

Fram er komið fyrirbærið Sósíalistaflokkur Íslands sem sankað hefur að sér tæplega 9000 fylgjendum á Facebook. Um er að ræða afsprengi gáfumannaklúbbs í Reykjavík sem virðist telja þörf á nýjum flokki með áherslu á jöfnuð, réttlæti, frelsi í einhverri mynd, auk dass af markaðsbúskap – svo ekki sé minnst á andúð á Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, fjórflokknum og öllum hinum.

Lesa meira

Stefán Már Guðmundsson: Kveðja frá Þrótti

Á föstudag var Stefán Már Guðmundsson formaður okkar lagður til hans hinstu hvíldar, en Stefán lést þann 13. mars síðastliðin langt, langt fyrir aldur fram. Stefán var vart kominn í gegnum Oddsskarðsgöngin er leiðir hans og stjórnar Íþróttafélagsins Þróttar lágu saman.

Lesa meira

Jim Ratcliffe - úlfur í götóttri sauðargæru

Ég verð að segja að ég er mjög sleginn yfir viðtali við Jim nokkurn Ratcliffe í Kastljósi um daginn. Þar lýsir nýbakaður stórjarðeigandinn því yfir þvílíkur náttúruunnandi hann sé , og jafnframt því að ósnortið land hafi sífellt meira gildi fyrir mannkynið, þar sem það sé sífellt að minnka. Þá er og yfirlýstur tilgangur hans með jarðakaupunum að vernda laxastofna á svæðinu. Gott og vel. Það var hinsvegar yfirlýsing hans um að byggja laxastiga í Hofsá, sem varð til að kjötbitinn hrökk öfugur ofan í mig.

Lesa meira

Af hverju er ekki ljósleiðari í mínu sveitarfélagi?

Á undanförnum árum hefur krafan um góðar fjarskiptatengingar orðið æ háværari enda sýnt að slíkar tengingar eru undirstaða búsetu, byggðaþróunar og atvinnureksturs.Sumir ganga svo langt að segja að góð fjarskiptaþjónusta sé landsbyggðunum jafn mikilvæg og góðar samgöngur.

Lesa meira

Minning frá samstarfsfélögum

Stefán Már Guðmundsson, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, verður borinn til grafar í dag. Samstarfsfólk hans, bæði í VA og Grunnskóla Reyðarfjarðar minnast hans hér.

Lesa meira

Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er röng ákvörðun

Undanfarin ár hef ég fylgst af aðdáun með þeim krafti og áræðni sem hefur drifið áfram hraða uppbyggingu í ferðaþjónustu á fjölmörgum stöðum á Norður- og Austurlandi. Þrátt fyrir að landshlutinn búi við mun lakari kjör varðandi dreifingu ferðamanna en Suðvesturhornið má hvarvetna sjá ný fyrirtæki, ný störf, fjárfestingu og snjallar hugmyndir til að nýta ný tækifæri.

Lesa meira

Stefán Már Guðmundsson: Kveðja frá Grunnskóla Reyðarfjarðar

Það var mikil gæfa fyrir Grunnskóla Reyðarfjarðar er Stefán Már Guðmundsson ákvað að ráða sig sem aðstoðarskólastjóra við skólann haustið 2007. Honum fylgdi kraftur og lífsgleði sem hafði smitandi áhrif á alla og fyrr en varir elskuðu allir Stefán Má. Með glaðværð sinni og einlægri hjálpsemi vann hann óðara hugi og hjörtu nemenda og samstarfsmanna. Hann var endalaus uppspretta hugmynda og óstöðvandi í að hvetja til dáða.

Lesa meira

Ætlum við að halda áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað?

Nokkrar fréttir í síðustu viku slógu okkur utanundir: Fyrsta frétt: „Ungum konum fjölgar á örorku“: Nýúrskurðaðir öryrkjar voru fimmtungi fleiri í fyrra en árið á undan. Hlutfallsleg aukning hjá ungum konum er 60 af hundraði. Stór hluti þessarar aukningar er andleg örorka. Önnur frétt: „Ungt fólk á Íslandi þunglyndast allra“: Ungt fólk á Íslandi finnur mun oftar fyrir þunlyndiseinkennum en ungt fólk hjá öðrum þjóðum Evrópu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar