Umræðan

Þorpið

Þorpið

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, segir gamalt máltæki.

Það kemur sérstaklega upp í hugann þessa dagana þegar maður fylgist af hliðarlínunni með okkar yngstu þorpsbúum takast á við nýjar og spennandi áskoranir. Hvert sem litið er má sjá litlar mannverur með litríkar skólatöskur, mistilbúnar að takast á við tilveruna, sem eiga það þó sameiginlegt að hafa hóp fólks sem bíður þeirra með opinn faðm og mun leiðbeina þeim í gegnum áskoranir næstu mánaða og ára. Gleðjast með þeim þegar vel gengur og grípa þau þegar þau hrasa. Þorpið.

Lesa meira...

Er lengra austur en suður?

Er lengra austur en suður?
„Það er bara sumum sem þykir miklu lengra austur en suður,“ sagði fótboltaþjálfarinn sem ég átti gott samtal við í vikunni – en ég var bæði að ræða við hann sem blaðamaður og foreldri um góðan árangur 5. flokks drengja í Fjarðabyggð/Leikni, en þeir eru komnir í úrslit í Íslandsmótinu með því að vinna sinn riðil sem spilaður er á Austur- og Norðurlandi. Reyndar eru yngri flokkarnir í minni heimabyggð búnir að standa sig gríðarlega vel í sumar, allir sem einn.

Lesa meira...

Bekkur og tré

Bekkur og tré

Á dögunum keyrði ég ein frá Neskaupstað til Reykjavíkur í yndislegu veðri. Einhverjum kann að finnast rúmlega 700 km ökuferð óskemmtileg en mér finnst fátt notalegra en að keyra um landið í góðu veðri. Mér finnst meira að segja Oddsskarðið skemmtilegt, en bara á sumrin, ekki í þoku. Ríkisútvarpið er góður ferðafélagi og fræðandi og svo syng ég með þegar Læda slæda er spilað enn einu sinni. Ég stoppa reglulega til teygja úr mér og njóta veðursins og náttúrunnar.

Lesa meira...

Fréttir

Tónskólinn á Norðfirði í leikskólanum meðan gert er við vegna myglu

Tónskólinn á Norðfirði í leikskólanum meðan gert er við vegna myglu

Tónskóli Norðfjarðar heldur til í nýjum leikskóla á Norðfirði meðan gert er við húsnæði hans í Nesskóla vegna myglu. Á Fáskrúðsfirði er að ljúka framkvæmdum við eldri hluta grunnskólans sem ráðist var í vegna gruns um myglu.

Lesa meira...

Tilboð bæjarfulltrúa í skólaakstur úrskurðað ógilt

Tilboð bæjarfulltrúa í skólaakstur úrskurðað ógilt

Tilboð Páls Sigvaldasonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði, í skólaakstur í sveitarfélaginu. Bæjarfulltrúinn kom að undirbúningi útboðsins sem kjörinn fulltrúi.

Lesa meira...

Tveir Austfirðingar gefa kost á sér í efstu sætin hjá Sjálfstæðisflokknum

Tveir Austfirðingar gefa kost á sér í efstu sætin hjá Sjálfstæðisflokknum
Tveir Austfirðingar eru meðal þeirra tíu sem gefa kost á sér í sex efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi þingkosningar.

Lesa meira...

Þingmaður kallar eftir vilja þjóðarinnar um framhald flugvallarins í Vatnsmýrinni

Þingmaður kallar eftir vilja þjóðarinnar um framhald flugvallarins í Vatnsmýrinni

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, kallar eftir vinnu ólíkra hagsmuna að framtíð innanlands- og sjúkraflugs. Sendingar á milli horna skili engum árangri.

Lesa meira...

Lífið

Rússneskur raftónlistarmaður á ferð um Austfirði

Rússneskur raftónlistarmaður á ferð um Austfirði

Rússneski raftónlistarmaðurinn Fjordwalker heldur þrenna tónleika á Austfjörðum í vikunni. Hinir fyrstu verða í Egilsbúð í kvöld.

Lesa meira...

„Þetta verður afar áhugavert“

„Þetta verður afar áhugavert“
„Þetta er málþing sem ætti að höfða til flestra,“ segir Arna Silja Jóhannsdóttir, starfsmaður Breiðdalsseturs, en á morgun fer þar fram málþing sem ber yfirskriftina Nútíminn knýr dyra - Svipmyndir af þróun atvinnuhátta og menningar í Breiðdal í lok 19. aldar og á öndverðri 20. öld.

Lesa meira...

Álfahöfuðborginni Borgarfirði hampað í indónesísku dagblaði

Álfahöfuðborginni Borgarfirði hampað í indónesísku dagblaði

Borgarfjörður eystra er einn af fimm eftirverðustu stöðum landsins að mati blaðamanns indónesíska ritsins Jakarta Post. Eftir að hafa eytt átta dögum í töfrandi landslagi Íslands er blaðamaðurinn hættur að furða sig á álfatrú Íslendinga.

Lesa meira...

Flutningur höfunda gefur ljóðunum nýja vídd

Flutningur höfunda gefur ljóðunum nýja vídd
Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki hefst í dag, en tilgangur hennar er að auka veg ljóðlistar á svæðinu og færa íbúum á Norður- og Austurlandi bestu skáld landsins í eigin persónu.

Lesa meira...

Íþróttir

Þrír Íslandsmeistarar í frjálsum

Þrír Íslandsmeistarar í frjálsum

UÍA eignaðist þrjá Íslandsmeistara í frjálsíþróttum um helgina en keppendur sambandsins gerðu góða ferð á Meistaramót 15-22 ára sem haldið var í Hafnarfirði. Allir fjórir keppendurnir að austan náðu á verðlaunapall og ýmist bættu sinn besta árangur eða voru nálægt því.

Lesa meira...

Fótbolti: Huginn í bestu stöðunni af austfirsku liðunum

Fótbolti: Huginn í bestu stöðunni af austfirsku liðunum

Það var mikið undir þegar að Leiknir Fáskrúðsfirði fékk Huginn í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina á laugardag. Bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn en Leiknir þó í verri málum með fjórum stigum minna en Huginn.

Lesa meira...

Boðið á rathlaupaæfingu í Selskógi

Boðið á rathlaupaæfingu í Selskógi
Rathlaupafélagið Hekla stendur fyrir æfingu í Selskógi fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 17. Boðið verður upp á brautir við allra hæfi og skipuleggjendur lofa að það sé ekki nauðsynlegt að hlaupa.

Lesa meira...

Leiknir B Launaflsmeistari eftir dramatískan sigur gegn Spyrni

Leiknir B Launaflsmeistari eftir dramatískan sigur gegn Spyrni

Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikur Launaflsbikarsins eða utandeildarinnar eins og keppnin er gjarnan kölluð.

Lesa meira...

Umræðan

Svona tæklar Sönderborg EM

Svona tæklar Sönderborg EM
Íslendingarnir í Sönderborg eru að ég held, einstakir. Það sannast aftur og aftur og ekki síst í kringum fótboltann undanfarnar vikur. Þess vegna langar mig til að deila með ykkur hvernig ég upplifði daginn sem Íslendingar spiluðu á móti Frökkum.

Lesa meira...

Við komum því til skila (á endanum)

Við komum því til skila (á endanum)
Tvisvar á innan við ári hafa borist fréttir af stórkostlegum seinkunum á póstútburði á Austurlandi. Í fyrra skiptið var það á Seyðisfirði, nú nýverið á Eskifirði. Íbúar á síðarnefnda staðnum bera við að það hafi ítrekað komið upp og áskrifendur hafa nefnt Austurglugganum dæmi um að blaðið hafi borist viku síðar en áætlað er.

Lesa meira...

Hvernig Andri Snær breytti lífi mínu

Hvernig Andri Snær breytti lífi mínu
Þann 25. júní kjósa Íslendingar sér nýjan forseta. Mikilvægt er að kosningaþátttaka verði góð svo að þjóðin geti staðið með lýðræðislegri niðurstöðu. Ég er nú stödd í Healing í Englandi og verð ekki komin heim fyrir kjördag en kaus að sjálfsögðu áður en ég fór af landi brott.

Lesa meira...

Sjúkraflugið – lífæð landsbyggðarinnar

Sjúkraflugið – lífæð landsbyggðarinnar

Á undanförnum árum hafa ótal greinar birst í dagblöðum, vefmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem staðhæft er að undirstaðan í sjúkraflutningum á Íslandi í lofti sé sinnt með þyrlum Landhelgisgæslunnar. En staðreyndin er ekki sú. Eftir að hafa lesið enn eina slíka grein fékk undirritaður þá hugmynd að afla gagna um hvernig staðið hefði verið að sjúkraflutningum í sjúkraflugi á síðasta ári.

Lesa meira...

Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Unnið að lokastyrkingum

Norðfjarðargöng: Unnið að lokastyrkingum
Það styttist í að vinnu ljúki við lokastyrkingar Norðfjarðarganga, en einungis er eftir að styrkja um 1 kílómetra af þeim 7,5 sem göngin spanna. Þá hefst vinna við steypt mannvirki inni í göngum, auk uppsetningu vatnsklæðninga á lekum svæðum.

Lesa meira...

Lokið við að styrkja í Norðfjarðargöngum

Lokið við að styrkja í Norðfjarðargöngum

Lokið var við að styrkja Norðfjarðargöng um miðjan janúarmánuð. Hafinn er undirbúningur að uppsetningu vatnsklæðninga á þeim svæðum þar sem einhver leki er úr lofti og veggjum og verður unnið við það á næstu mánuðum.

Lesa meira...

Norðfjarðargöng: Gengur vel að steypa brúargólfið á Eskifjarðará

Norðfjarðargöng: Gengur vel að steypa brúargólfið á Eskifjarðará
Byrjað var að steypa gólfið á nýja brú yfir Eskifjarðará klukkan sjö í morgun og unnið verður við það fram á kvöld. Þetta er stærsta einstaka steypan í gerð nýrra Norðfjarðarganga.

Lesa meira...

Gegnumslag í Norðfjarðargöngum: „Viðbúið að það myndi eitthvað gat opnast“

Gegnumslag í Norðfjarðargöngum: „Viðbúið að það myndi eitthvað gat opnast“
Klukkan 10:00 í morgun var gegnumslag í Norðfjarðargöngum. Aðeins 7 metrar voru eftir ósprengdir, en hver sprengifæra er 5 metrar. „Það var viðbúið að það myndi eitthvað gat opnast. Þegar það eru bara tveir metrar eftir þá getur þetta látið undan og við bjuggumst við að það yrði hugsanlega gat,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, umsjónarmaður framkvæmdanna frá verkfræðistofunni Hnit. 


Efri hluti haftsins féll, en enn stendur eftir hluti veggja. „Núna tekur við að hreinsa þetta út og styrkja það sem búið er að sprengja og snyrta þetta til,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar verður skilið eftir smávegis haft fyrir „ráðherrasprenginguna“ í næstu viku, en formleg hátíðarathöfn fer fram þann 25. september næstkomandi klukkan 16.  Þangað til verður unnið að lítilsháttar sprengivinnu í útskotum ganganna. 

Starfsmenn verktaka voru að vonum ánægðir þegar ljóst var að gat hafði opnast í gegn. Mynd: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa

Lesa meira...

Tístið

„Og svo kom bara ísbjörn“

„Og svo kom bara ísbjörn“

Elín Petra Guðbrandsdóttir heldur tvöfalt heimili, býr og starfar á Reyðarfirði á veturna en fer í Skagafjörðinn á Hvalnes þar sem sonur hans og fjölskylda tók við búskapnum fyrir nokkrum árum. Elín Petra var komin norður í Skagafjörðinn þegar ísbjörn gekk á land í fjörunni við bæinn um miðjan júlí.

Lesa meira...

Eigandi Íslands!

Eigandi Íslands!

Hermt er að ansi mörgum Austfirðingum hafi orðið starsýnt á andlit Jónasar Guðmundssonar á forsíðu Stundarinnar í dag undir fyrirsögninni „Eigendur Íslands – hagnast um milljarða af aðgengi að náttúruperlum.“

Lesa meira...

Pikachu í felum í Norðfjarðargöngum

Pikachu í felum í Norðfjarðargöngum

Austfirðingar eins og aðrir ganga nú með nefið límt niður í snjallsímana í leit að Pokémon skrímslunum sem leynast á hinum ólíklegustu stöðum.

Lesa meira...

Að vera bjargað úr kvennaklefanum

Að vera bjargað úr kvennaklefanum

Baðferðir á Egilsstöðum þykja með sérstæðara móti þessa dagana eftir að ferðamenn fóru í kalda sturtu á Söluskálaplaninu fyrir viku þar sem þeir böðuðu sig en ekki bílinn. Ferð vikunnar gerist reyndar í sundi og er þar um að ræða tvo Egilsstaðabúa.

Lesa meira...

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar