Blak: Kvennalið Þróttar með aðra hönd á deildarmeistaratitlinum

Lið Þróttar er hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna eftir 3-0 sigur á keppinautum sínum í Aftureldingu á laugardag. Karlaliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í voru með að ná fjórum stigum gegn HK um helgina.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur fallinn úr úrvalsdeildinni

Höttur féll í gærkvöldi úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 68-80 ósigur gegn Tindastóli á heimavelli. Liðið hefur aldrei náð að halda sér uppi í þau þrjú skipti sem liðið hefur leikið í úrvalsdeildinni.

Lesa meira

Blak: Þróttur afgreiddi Völsung

Þróttur Neskaupstað heldur toppsætinu í Mizuno-deild kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Völsungi í Neskaupstað í gærkvöldi. Framundan eru erfiðir leikir gegn Aftureldingu sem að líkum ráða hvort liðið verður deildarmeistari.

Lesa meira

Körfubolti: Loksins vann Höttur – Myndir

Höttur vann í gærkvöldi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla á þessi tímabili þegar liðið lagði Þór Akureyri á heimavelli 86-75 eftir framlengdan leik. Fátt virðist hins vegar getað bjargað liðinu frá falli.

Lesa meira

Körfubolti: Barátta og trú skilaði óvæntum sigri á Keflavík

Höttur vann í gærkvöldi sinn annan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Keflavík, nokkuð óvænt, 93-95 í spennuleik í Keflavík. Hattarmenn reyndust sterkari á lokasprettinum þar sem þeir hafa svo oft brotnað.

Lesa meira

Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð takast á í Lífshlaupinu

„Ætli ég reyni ekki að ganga í vinnuna, það er aðeins auðveldara fyrir mig en Pál Björgvin,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, en starfsmenn sveitarfélagsins munu etja kappi við starfsmenn Fjarðabyggðar í Lífshlaupinu næstu þrjár vikur.

Lesa meira

Blak: Keppa áfram um fjórða sætið

Þrótti mistókst að slíta sig frá Aftureldingu í baráttunni um fjórða sætið í Mizuno-deild karla í blaki. Liðin unnu sinn leikinn hvort þegar þau mættust í Neskaupstað um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar