Vilja banna snjallsíma í skólum í haust

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fræðslunefnd að taka afstöðu til þess að snjallsímanotkun nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins verði bönnuð frá og með næsta skólaári.

Lesa meira

Tekist á um rekstur Fjarðabyggðar

Frambjóðendur til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar voru ekki sammála um hvernig lesa ætti úr ársreikningi sveitarfélagsins á framboðsfundi á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi. Heimamenn spurðu út í rekstur hjúkrunarheimilisins Uppsala.

Lesa meira

Njarðvíkurskriður í útboð síðsumars

Vegagerðin hefur staðfest að til standi að endurbæta veginn um Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar eystra. Fjármagn til verksins kemur úr sérstakri fjárveitingu til vegabóta en ráðist verður í viðhaldsframkvæmdir á vegum á nokkrum stöðum í fjórðungnum.

Lesa meira

Endurskoða niðurfellingu af vegaskrá eftir mótmæli

Vegagerðin hefur ákveðið að endurskoða niðurfellingu Hleinargarðsvegar af vegaskrá eftir mótmæli bæjarstjórn Fljótsdalshérað. Bæjarfulltrúar sögðu ákvörðunina minna á atriði úr gamanþáttum.

Lesa meira

Boða minni útgjöld fyrir foreldra en svara fáu um kostnað sveitarfélagsins

Framboð í Fjarðabyggð boða fríar máltíðir í skólum sveitarfélagsins og að fyrirkomulag sumarlokana í leikskólum verði endurskoðuð. Lítið var hins vegar um svör við spurningum um fjármögnun breytinganna á framboðsfundi á Breiðdalsvík. Heimamenn höfðu mestan áhuga á bættri hafnaraðstöðu en óttast að hún komi seint.

Lesa meira

Þörf á að stokka upp launastefnu sveitarfélaganna

Fræðslumál og aðbúnaður barnafjölskyldna er meðal þess sem borið hefur á góma á framboðsfundum í Fjarðabyggð í vikunni. Fundargestir á Reyðarfirði sýndu áhuga á mönnun skóla og uppbyggingu íþróttamannvirkja á staðnum.

Lesa meira

„Greinilega mikill hiti í húsinu“

Íbúðarhúsið á Efri Skálateig 2 í Norðfjarðarsveit er nær ónýtt eftir bruna í morgun. Þrennt var í húsinu þegar eldurinn kom út en slapp ómeitt. Talið er að kviknaði hafi í út frá feiti í potti.

Lesa meira

Norðfjarðará braut sér leið inn í ruslagryfju

Landeigandi á Norðfirði hefur fengið frest til að taka til eftir sig eftir að Norðfjarðará braut sér leið inn í ruslagryfju á landi hans þannig að rusl flæddi út í ána. Óheimilt er að urða úrgang annars staðar en á á viðurkenndum urðunarstöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar