Körfubolti: Höttur dróst gegn Þór Akureyri

Höttur mætir Þór Akureyri í 16 úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Dregið var í hádeginu í dag. Höttur sló ÍA út um helgina í 32ja liða úrslitum.

Lesa meira

Engin Norræna í vikunni

Ferjan Norræna kemur ekki til Seyðisfjarðar þessa vikuna þar sem skipið er í viðgerð eftir að hafa orðið vélarvana á leiðinni til Danmerkur á laugardag.

Lesa meira

Helgin: „Við hlökkum rosalega mikið til að hitta allt fólkið“

„Við ætlum að vera með árlegt haustkvöld í kvöld þar sem verslanir taka sig saman og bjóðum bæjarbúum upp á tilboð, veitingar og ljúfa tóna í verslunum okkar um leið og við tökum á móti vetri. Það er opið til 22:00 í öllum verslunum og við hlökkum rosalega mikið til,“ segir Lára Vilbergsdóttir í Húsi Handanna.“

Lesa meira

Sigmundur leiðir Miðflokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Átta aðrir Austfirðingar eru á listanum.

Lesa meira

„Hver ætlar að sjá um að grafa upp draslið og henda því?“

Seyðfirðingar fylltu bíósalinn í Herðubreið og sóttu að stjórnendum RARIK út af lokun fjarvarmaveitu í bæjarfélaginu á íbúafundi um málið í gær. RARIK telur ekki forsvaranlegt að endurnýja dreifikerfi veitunnar sem er að verða ónýtt.

Lesa meira

Blak: Þrjár hrinur í upphækkun þegar Þróttur vann KA

Oddahrinu þurfti til og þrjár hrinur fóru í upphækkun þegar Þróttur vann KA í Mizunodeild karla í blaki í Neskaupstað á þriðjudagskvöld. Þjálfari liðsins ætlar að nýta mánaðarfrí sem framundan er í deildinni til að laga móttökurnar hjá liðinu.

Lesa meira

Vilja að RARIK kosti verkefnastjóra á Seyðisfirði

Fulltrúar Seyðisfjarðarlistans í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar telja óásættanlegt að kostnaður og þungi vinnunnar af umbreytingum við húshitun í bænum lendi á bæjarbúum. RARIK hefur tilkynnt um lokun fjarvarmaveitu fyrir árið 2019.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar