Berjast fyrir leyfi til að mega fullnýta nýja hjúkrunarheimilið

Yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur barist fyrir fjármunum frá heilbrigðisráðuneytinu til að geta nýtt öll þau rými sem til staðar eru á hjúkrunarheimilinu Dyngju sem opnað var fyrir tveimur árum. Tugir bíða eftir hjúkrunarrýmum á Austurlandi.

Lesa meira

Dæmdur til að greiða 27 milljóna sekt fyrir skattsvik

Stjórnandi austfirsks verktakafyrirtækis var nýverið dæmdur í héraðsdómi Austurlands til að greiða tæplega 27 milljóna sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna.

Lesa meira

Ófriðarseggir vöktu hótelgesti

Óánægðir hótelgestir á Valaskjálf fóru fram á skaðabætur eftir að skemmtanaglaðir Austfirðingar skemmdu nætursvefn þeirra um páskahelgina. Hótelhaldarinn óttast um orðspor hótelsins komi fleiri slík atvik upp.

Lesa meira

Sjúkrabíll í fjögurra bíla árekstri

Enginn slasaðist þegar sjúkrabíll frá Slökkviliði Fjarðabyggðar lenti í fjögurra bíla árekstri í botni Reyðarfjarðar á föstudag. Blint var út af kófi og krapi og hálka var á vegum.

Lesa meira

Með ólíkindum að fulltrúi ráðherra hafi neitunarvald um skipulag strandsvæða

Allir átta bæjar- og sveitarstjórar á Austurlandi og fjórir af Vestfjörðum hafa sent umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem mótmælt er harðlega frumvarpi að nýju hag- og strandsvæðaskipulagi. Þeir telja að um alvarlega aðför sé að ræða að sjálfræði sveitarfélaganna og forræði þeirra í skipulagsmálum.

Lesa meira

Ekki gerðar tilraunir á sjúklingum með að senda þá á Norðfjörð

Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) viðurkennir að hvimleitt sé hve oft sjúklingar séu sendir aftur til baka í Egilsstaði til að fara í sjúkraflug eftir að hafa verið sendir á umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað til rannsókna. Formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs segir íbúa þar óttast um heilsu sína þegar þeim sé ekið fram og til baka.

Lesa meira

„Ferðaþjónustan er komin á afturfæturna“

„Þetta er strax farið að bíta okkur fast hér fyrir austan, þó svo að þeir fyrir sunnan finni lítið sem ekkert ennþá. Það verður svo í haust sem þetta kemur fyrst til með að hafa gífurleg áhrif,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík, um boðaðrar skattahækkunar ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustuna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar