Fjarðabyggð sek um að svara beiðni um smölun fjár of seint

Innviðaráðuneytið telur sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa brotið gegn stjórnsýslulögum með óhóflegum töfum á að svara beiðni landeiganda í Stöðvarfirði um að sveitarfélagið smalaði fé af landi hans. Ráðuneytið metur ekki hvort sveitarfélagið hafi verið skylt til að smala.

Lesa meira

Mengun í neysluvatni Breiðdælinga

Lítils háttar kólígerlamengun hefur mælst í neysluvatni á Breiðdalsvík og eru viðkvæmir neytendur hvattir til að sjóða allt vatn sem neyta skal í varúðarskyni.

Lesa meira

Katrín með mest fylgi á Austurlandi

Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda á Austurlandi. Baldur Þórhallsson fylgir henni þar á eftir.

Lesa meira

Breytt tímasetning fundar ráðherra vegna körfuboltaleiks

Tímasetningu fundar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hefur verið breytt frá því sem upphaflega var auglýst þar sem fundurinn rakst á við leik Hattar og Vals í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik.

Lesa meira

Áfram snjóflóðahætta á Austurlandi

Snjóflóð halda áfram að falla í austfirskum fjöllum en ein sautján flóð hafa verið skráð í fjórðungum síðustu tíu dagana. Skíðamaður setti eitt slíkt af stað í Oddsskarði um helgina en engin slys urðu þó á fólki.

Lesa meira

Ný tæki hjá Matís í Neskaupstað flýta greiningu

Tvö ný tæki í starfsstöð Matís ohf. í Neskaupstað eiga að flýta fyrir greiningum sem austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á hráefni og afurðum sínum. Vilji er til að efla starfsstöðina áfram og er horft til stækkunar húsnæðis.

Lesa meira

Fyrirtæki vilja finna leiðir til að draga úr úrgangi

Opinn fundur verður haldinn á Egilsstöðum á mánudag á vegum Umhverfisstofnunar sem hluti af verkefninu „Saman gegn sóun.“ Verkefnastjóri segir einstaklinga vera orðna vel meðvitaða en nú sé komið að fyrirtækja, vegna krafna frá bæði neytendum og stjórnvöldum en einnig því þau sjá tækifæri til að hagræða í rekstri.

Lesa meira

Bólusetningar gengu vel á Vopnafirði í gær

Á fjórða tug barna á Vopnafirði fengu í gær bólusetningu við mislingum. Gripið var til aðgerðanna eftir að smit kom upp í nærsamfélaginu um helgina. Fleiri tilfelli hafa ekki greinst enn.

Lesa meira

Búið að opna Öxi öðru sinni

Vegurinn yfir Öxi var opnaður í annað skiptið á þessu vori. Hún var opnuð snemma í mars en lokaðist aftur. Í framhaldinu verður staðan tekin á vegunum yfir Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði.

Lesa meira

Mislingasmit á Norðausturlandi

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent frá sér upplýsingar eftir að tilkynning barst um mislingasmit hjá fullorðnum einstaklingi á Norðausturlandi. Viðkomandi er í einangrun í heimahúsi. Einstaklingar sem sóttu hátíð á Vopnafirði um síðustu helgi eru í smithættu.

Lesa meira

Varað við asahláku um helgina

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir veðurspásvæðið Austurlandi að Glettingi um helgina vegna hættu á leysingum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.