Ekki óhætt að létta frekari rýmingu að sinni

Enn er verið að kanna og meta stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði auk þess sem unnið er að lagfæringu innviða. Á meðan sú vinna er í gangi þykir ekki óhætt að aflétta frekari rýmingu. Mat á rýmingarþörf er hinsvegar stöðugt í gangi. Næstu tilkynninga er að vænta milli klukkan 14 og 15 í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Þeir íbúar á rýmingarsvæðum sem hug hafa á að líta eftir húsum sínum í dag vegna verðmætabjörgunar eða til að ná þar í nauðsynjar, eru beðnir um að gefa sig fram við vettvangsstjórn á Seyðisfirði og fá leiðbeiningar og fylgd inn á rýmingarsvæði. Þær götur sem þar um ræðir eru Múlavegur, Botnahlíð, Brattahlíð, Túngata, Miðtún, Baugsvegur, Brekkuvegur, Austurvegur frá 22 til 40B, Hafnargata 2A, Brúarleira, Lónsleira. Hús við aðrar götur á rýmingarsvæði eru enn lokuð og ekki hægt að komast í þau að sinni.

Minnt er á íbúafund í dag kl. fjögur. Hann verður sendur út rafrænt á fésbókarsíðu Múlaþings. Íbúar sem eiga heimangengt eru hvattir til að mæta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.