Rýmingarlína dregin eftir Múlavegi

Óverulegar líkur eru taldar á að hætta sé á skriðu úr Botnabrún sem skapað geti hættu neðan Múlavegar á Seyðisfirði.

Lesa meira

Áhersla á að varna foki

Byrjað er að tryggja vettvang á skriðusvæðinu á Seyðisfirði. Farið var inn á svæði Tækniminjasafns Austurlands í dag til að tryggja að brak þaðan valdi frekari skaða í firðinum.

Lesa meira

Efstu húsin í rýmingu til 27. desember

Greining gagna og mat á stöðugleika á rýmingarsvæði hefur staðið yfir og er metið reglulega. Aðstæður hafa farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólnaði í veðri. Hinsvegar er gert ráð fyrir að hlýni að nýju í skamman tíma á aðfanga- og jóladag. Því munu hús sem efst eru í byggðinni í jaðri rýmingarsvæðis haldast óbreytt í rýmingu til 27. desember að minnsta kosti.

Lesa meira

„Mikilvægt að eiga samtalið við fólkið“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að koma austur á Seyðisfjörð og hitta heimafólk augliti til auglitis. Frásagnir þess séu mikilvægt veganesti fyrir þá vinnu sem framundan er við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar.

Lesa meira

„Er sannfærður um ég hafi ekki hótað forsætisráðherra líkamsmeiðingum“

Íbúi á Seyðisfirði, sem lögregla hafði afskipti af í dag vegna meintrar hótunar í garð forsætisráðherra, kveðst sannfærður um að hann hafi hvorki hótað ráðherranum lífláti né líkamsmeiðingum. Hann segist í áfalli eftir atburði síðustu daga og telur íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig nógu vel í að tryggja öryggi Seyðfirðinga.

Lesa meira

SMS frá þeim sem áreitti forsætisráðherra

Austurfrétt hafa borist tvö SMS skeyti frá þeim einstaklingi sem er nú í haldi lögreglunnar vegna að því er virðist áreitis í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.


Lesa meira

Ráðherrarnir vildu vita hvernig fólki liði

Á fundi fjögurra ráðherra með þeim Birni Ingimarssyni sveitarstjóra Múlaþings og Gauta Jóhannessyni forseta sveitarstjórnar var farið yfir stöðu mála og spurningum ráðherra svarað. Spurningarnar voru meðal annars um líðan Seyðfirðinga á þessari stundu.

Lesa meira

Dregið úr sýnileika viðbragðsaðila yfir jólin

Dregið verður úr aðgerðum í kjölfar skriðfallanna á Seyðisfirði næsta til að gefa bæjarbúum frið til að halda jól. Aðgerðir hófust í dag til að varna frekara tjóni af völdum lausamuna á hamfarasvæðinu. Viðbragðsaðilar sem staðið hafa í eldlínunni undanfarna viku fá frí eftir daginn í dag.

Lesa meira

Skoðar hvort hægt sé að flýta Fjarðarheiðargöngum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist vilja skoða hvort hægt sé að flýta Fjarðarheiðargöngum, sem öðrum framkvæmdum sem þurfi til að tryggja öryggi Seyðfirðinga.

Lesa meira

„Dáist að biðlund Seyðfirðinga“

Íbúar húsa, sem enn eru á hættusvæði á Seyðisfirði, fengu í dag sumir að vitja húsa sinna og sækja nauðsynjar í þau, í fylgd björgunarsveita. Vettvangsstjóri segir það verk tafsamt en Seyðfirðinga vera þolinmóða.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.