Rýmingarlína dregin eftir Múlavegi

Óverulegar líkur eru taldar á að hætta sé á skriðu úr Botnabrún sem skapað geti hættu neðan Múlavegar á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu lögreglunnar á Austurland eftir að aðstæður í brúninni voru skoðaðar sérstaklega í dag.

Fólki er því heimilt að snúa heim í hús á neðri hluta Múlavegar, Túngötu og Miðtúni, eða því svæði sem er gullitað á meðfylgjandi mynd.

Rýming er á móti í gildi á þeim svæðum sem eru rauðlituð og fá íbúar á því svæði næstu upplýsingar 27. desember. Á því svæði eru göturnar Botnahlíð, Brattahlíð, Fossgata, Baugsvegur auk Hafnargötu og Austurvegar utan við gatnamótin niður Lónsleiru.

Í tilkynningu Múlaþings segir að fjöldahjálparstöð í Egilsstaðaskóla verði opin fyrri part dags á morgun en eftir það er bent á þjónustumiðstöð í Herðubreið á Seyðisfirði og á hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Í gær og í dag hefur starfsfólk Múlaþings haft samband við Seyðfirðinga sem búa á svæðum þar sem rýmingu hefur enn ekki verið aflétt til að afla upplýsinga um aðstæður fólks á næstu dögum.

Þar sem ekki er alltaf samræmi á milli skráningar inn á fjöldahjálparstöð og skráningar í Þjóðskrá þá getur verið að einhverjir hafi orðið út undan og eru þau sem ekki hafa húsnæði á næstu dögum og búa á þessum svæðum því beðin að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 4 700 700.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.