Forsætisráðherra situr í matsalnum og virðist róleg

„Katrín Jakobsdóttir situr hérna í matsalnum og virðist mjög róleg,“ segir Gunnar Gunnarsson ritstjóri sem er staddur á Seyðisfirði. „Hún er að ræða við sessunauta sína.“

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur forsætisráðherra þurft lögreglufylgd fyrr í dag vegna einhverrar „hótunar“ sem ekki liggur ljós fyrir. Ríkislögreglustjóri hefur gert lítið úr þessari uppákomu og segir að engin hætta sé á ferðum.

Matsalurirnn sem Katrín situr í núna er í Herðubreið á Seyðisfirði. Hún hefur sjálf ekki viljað tjá sig við fjölmiðla í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.