Forsætisráðherra situr í matsalnum og virðist róleg

„Katrín Jakobsdóttir situr hérna í matsalnum og virðist mjög róleg,“ segir Gunnar Gunnarsson ritstjóri sem er staddur á Seyðisfirði. „Hún er að ræða við sessunauta sína.“

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur forsætisráðherra þurft lögreglufylgd fyrr í dag vegna einhverrar „hótunar“ sem ekki liggur ljós fyrir. Ríkislögreglustjóri hefur gert lítið úr þessari uppákomu og segir að engin hætta sé á ferðum.

Matsalurirnn sem Katrín situr í núna er í Herðubreið á Seyðisfirði. Hún hefur sjálf ekki viljað tjá sig við fjölmiðla í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar