Ráðherrarnir vildu vita hvernig fólki liði

Á fundi fjögurra ráðherra með þeim Birni Ingimarssyni sveitarstjóra Múlaþings og Gauta Jóhannessyni forseta sveitarstjórnar var farið yfir stöðu mála og spurningum ráðherra svarað. Spurningarnar voru meðal annars um líðan Seyðfirðinga á þessari stundu.

Í skeyti frá Gunnari Gunnarssyni ritstjóra segir: Ráðherrar fjórir sem komu til Egilsstaða í morgun eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.


Með ráðherrunum í för eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum og Jón Svanberg framkvæmdastjóri Landsbjargar. Þessi hópur er nú á Seyðisfirði.

Fyrrgreindur fundur í morgun var haldin í Samfélagsmiðstöðinni og hófst um hálftíu leytið. Eftir að Björn og Gauti höfðu farið yfir stöðuna á Seyðisfirði spurðu ráðherrarnir spurninga. Þeir vildu meðal annars vita hvað hefði helst komið fram á íbúafundinum í gærdag. Einnig var spurt um líðan og aðstæður þeirra um 200 íbúa sem enn ekki hafa komist heim. Sem og spurningar um líðan og aðbúnað þeirra sem starfa á vettvangi svo dæmi séu tekin.

Einnig var spurt um tjón á menningarverðmætum, þar á meðal Tækniminjasafninu og spurt hvort ekki hafi skipt sköpum að Fjarðarheiðin var fær þegar skriðuföllin hófust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.