Seyðfirðingum sendur heimagerður jólaís

Um sextíu manns tóku jákvætt í umleitan Katrínar Reynisdóttur, fyrrverandi íbúa á Seyðisfirði, þegar hún óskaði eftir fólki sem tilbúið væri að gera ís fyrir jólin til að senda Seyðfirðingum. Ísnum var safnað saman og útdeilt þar um hádegisbilið í dag.

Lesa meira

Fólk hvatt til að fara í skimun fyrir austurferð

Fólk, sem hyggur á ferðir til Austurlands um jól og áramót, er hvatt til að fara í skimun fyrir Covid-19 áður en haldið er á stað. Hægt er að panta skimun sérstaklega fyrir austurferð í gegnum vefinn Heilsuveru.

Lesa meira

Arnar fundinn heill á húfi

Arnar Sveinsson, sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir þann 2. desember síðastliðinn, er kominn í leitirnar.

Lesa meira

Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði á morgun. Viðvörunin hefst á miðnætti í kvöld og stendur í sólarhring. Búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði.

Lesa meira

Dregur hratt úr hreyfingum í kringum skriðusárin

Dregið hefur hratt úr jarðhreyfingum í kringum sárin sem skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í síðustu viku skildu eftir sig. Svæðið fyrir Nautaklauf er enn metið viðkvæmt.

Lesa meira

Athugunarmenn sáu sprungurnar gliðna og lengjast

Daglegar mælingar eru hafnar á sprungum sem mynduðust í veginum upp Oddsskarð í miklu vatnsveðri á föstudag. Áhersla er lögð á að safna gögnum þannig að vinna megi nýtt hættumat fyrir byggðina. Sprungurnar stækkuðu hratt á föstudag.

Lesa meira

„Skriðan verður aftur græn“

Ómar Bogason, íbúi á Seyðisfirði, segist ætla að halda jólin í þakklæti yfir því að ekki hafi farið verr þegar miklar skriður féllu á bæinn í síðustu viku. Hann vonast til að lærdómur verði dreginn af skriðunum sem síðar bjargi mannslífum.

Lesa meira

Ekki nóg að fá aðgerðaáætlun í vor

Bæjarfulltrúi frá Seyðisfirði kallar eftir skjótum svörum frá íslenskum stjórnvöldum um hvað gert verði til að verja byggðina þar fyrir frekari náttúruhamförum. Nauðsynlegt sé að fullvissa íbúa sem fyrst um að öruggt sé að vera á staðnum.

Lesa meira

Staðan endurmetin 27. desember

Staða rýminga á Seyðisfirði verður endurmetinn næst mánudaginn 27. desember. Ekki verður heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið fyrr. Vonast er til að skipulagðar hreinsunaraðgerðir hefjist þá.

Lesa meira

Meira mæðir á heimafólki út af Covid-19

Covid-19 faraldurinn hefur hamlað því að hægt sé að senda viðbragðsaðila annars staðar af landinu til stuðnings heimafólki í hamförunum á Seyðisfirði. Ríkislögreglustjóri segir fólk hafa staðið sig vel en augljóst sé að þreyta sé farin að segja til sín.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.