Á þriðja tug tilkynninga um tjón eftir skriðurnar á Seyðisfirði

Náttúruhamfaratryggingum Íslands hafa þegar borist á þriðja tug tilkynninga um tjón eftir skriðuföllin á Seyðisfirði í síðustu viku. Máli skiptir að tilkynna tjón sem fyrst.

Starfsfólk stofnunarinnar kom austur í gær til að veita upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig staðið verður að úrvinnslu tjóna eftir skriðurnar.

Í tilkynningu frá stofnunni segir að miklu máli skipti að öll tjón séu tilkynnt sem fyrst svo að hægt sé að meta tjón og greina umfang þeirra. Í dag höfðu hátt í 30 tjón verið tilkynnt.

Til að geta miðlað upplýsingum sem best hefur NTÍ útbúið sérstakt kynningarefni fyrir Seyðisfjörð á þremur tungumálum: pólsku, ensku og íslensku. Þar er farið yfir á hvaða forsendum vátryggingar NTÍ eru byggðar, hvernig standa skuli að tilkynningum um tjón og við hverju megi búast eftir að tilkynning hefur verið send inn.

Bæklingarnir eru allir aðgengilegir hér á vef: https://www.nti.is/frettasafn/upplysingar-til-tjonthola-a-seydisfirdi/




Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.