Fólk hvatt til að fara í skimun fyrir austurferð

Fólk, sem hyggur á ferðir til Austurlands um jól og áramót, er hvatt til að fara í skimun fyrir Covid-19 áður en haldið er á stað. Hægt er að panta skimun sérstaklega fyrir austurferð í gegnum vefinn Heilsuveru.

Þegar farið er inn á heilsuvera.is er fyrst valið að „bóka einkennasýnatöku“ síðan „velja staðsetningu sýnatöku“ og haka við „vegna nauðsynlegs ferðalags á Austurland“ undir „merktu við Covid-19 einkenni“

Nái fólk ekki í skimun fyrir ferðina er brýnt fyrir því að fara sérstaklega varlega.

Þetta á bæði við um þá sem ætla austur í jólafrí sem og þá sem þurfa starfs síns vegna að koma austur vegna náttúruhamfaranna á Seyðisfirði. Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi segir að í kjölfar þeirra sé einkar mikilvægt að gæta að sóttvörnum.

Minnt er á grímunotkun, tveggja metra fjarlægð milli fólks, handþvott, sprittnotkun en síðast en ekki síst tillitssemi og gagnkvæma virðingu.

Ekkert Covid-smit er á Austurland né heldur nokkur í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.