Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði á morgun. Viðvörunin hefst á miðnætti í kvöld og stendur í sólarhring. Búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði.

Á Austfjörðum er spáð norðan og norðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s, með rigningu á láglendi en snjókomu til fjalla. Úrkoman byrjar sem snjókoma, skiptir yfir í rigningu og fer svo aftur í snjókomu um kvöldið. 


Búast má við 15-20 mm af rigningu á um 6 tímum á Seyðis- og Eskifirði.

Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður.

Á Austurlandi er einnig spáð orðan og northaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum, en rigning um tíma á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.