Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði á morgun. Viðvörunin hefst á miðnætti í kvöld og stendur í sólarhring. Búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði.

Á Austfjörðum er spáð norðan og norðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s, með rigningu á láglendi en snjókomu til fjalla. Úrkoman byrjar sem snjókoma, skiptir yfir í rigningu og fer svo aftur í snjókomu um kvöldið. 


Búast má við 15-20 mm af rigningu á um 6 tímum á Seyðis- og Eskifirði.

Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður.

Á Austurlandi er einnig spáð orðan og northaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum, en rigning um tíma á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar