Áhersla á að varna foki

Byrjað er að tryggja vettvang á skriðusvæðinu á Seyðisfirði. Farið var inn á svæði Tækniminjasafns Austurlands í dag til að tryggja að brak þaðan valdi frekari skaða í firðinum.

„Það er forgangsmál að tryggja vettvang þannig að ekkert sé fjúkandi,“ segir Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings.

Fjögurra manna hópur fór inn á svæðið í dag. Fara þarf þangað með bát því landleiðin er bæði ófær og enn ótrygg.

Athyglin beinist fyrst í stað að Angró, húsi sem enn stendur en framhlið þess er talsvert löskuð þótt það standi enn, ólíkt næsta húsi við hliðina, gömlu skipasmíðastöðinni. Til stendur að styrkja húsið, sem er friðað.

Til að hefta fok af svæðinu hefur Síldarvinnslan útvegað nætur. Þá mun varðskipið Týr aðstoða við að flytja bæði fólk og búnað á svæðið.

Hugrún segir að í framhaldinu verði skoða hvernig hægt verði að opna veginn út eftir en ljóst sé að það taki tíma. Þar á eftir verði hugað að húsum eins og Breiðabliki og Fram sem eyðilögðust í skriðuföllum síðasta föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.