Covid-smitaður ekki staðsettur á Austurlandi

Einstaklingur sem skráður er með Covid-19 smit á Austurlandi á upplýsingavefnum Covid.is, heldur ekki til í fjórðungnum.

Ekkert smit hefur greinst eystra frá 17. nóvember en í morgun brá svo við að einn einstaklingur var skráður í einangrun.

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarna er viðkomandi með lögheimili en staddur í öðrum landshluta og í einangrun þar.

Svona dæmi hafa nokkrum sinnum komið upp í faraldrinum og yfirleitt verið lagfærð í talnagögnunum daginn eftir. Enginn er í sóttkví eystra.

Sóttvarnayfirvöld hafa síðustu daga haft áhyggjur af stöðu mála á Seyðisfirði. Þar hefur vegna aðstæðna þurft að brjóta gegn sóttvarnareglum en minnt er á að viðhalda vörnum þar sem þess er kostur, einkum í margmenni.

Þá er mælst til þess að enginn komu austur án þess að fara í skimun fyrst. Ekkert smit fannst í skimun sem viðbragðsaðilar og fjölmiðlamenn sem komið höfðu á svæðið undirgengist í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.