Boðað til íbúafundar á Eskifirði

Íbúafundur vegna skriðuhættu á Eskifirði verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 22. desember, klukkan 18:00. Fundurinn verður sendur beint út á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Á fundinum munu fulltrúar frá Lögreglunni á Austurlandi, Veðurstofunni og Fjarðabyggð fara yfir málin eftir atburði helgarinnar. Ríflega 160 manns þurftu að yfirgefa heimili sín síðdegis á föstudag eftir að gliðnunar varð vart í veginum upp Oddsskarð í kjölfar mikilla rigninga.

Íbúum gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. á meðan á fundi stendur eða fyrir fund. Þá verður einnig hægt að leggja fram fyrirspurnir á Facebook síðu Fjarðabyggðar.

Hlekkur á útsendinguna verður aðgengilegur af forsíðu www.fjardabyggd.is frá klukkan 17:45.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.