Boðað til íbúafundar á Eskifirði

Íbúafundur vegna skriðuhættu á Eskifirði verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 22. desember, klukkan 18:00. Fundurinn verður sendur beint út á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Á fundinum munu fulltrúar frá Lögreglunni á Austurlandi, Veðurstofunni og Fjarðabyggð fara yfir málin eftir atburði helgarinnar. Ríflega 160 manns þurftu að yfirgefa heimili sín síðdegis á föstudag eftir að gliðnunar varð vart í veginum upp Oddsskarð í kjölfar mikilla rigninga.

Íbúum gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. á meðan á fundi stendur eða fyrir fund. Þá verður einnig hægt að leggja fram fyrirspurnir á Facebook síðu Fjarðabyggðar.

Hlekkur á útsendinguna verður aðgengilegur af forsíðu www.fjardabyggd.is frá klukkan 17:45.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar