Þingforseti sendir baráttu- og samúðarkveðjur

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sendi íbúum Austurlands baráttu- og stuðningskveðjur í ávarpi sínu við þinglok seint í gærkvöldi. Um leið og hann óskaði þingmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Lesa meira

Verið að meta aðstæður á Seyðisfirði

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands reyna nú að leggja mat á skriðhættu í Seyðisfirði. Enn er ekki talið óhætt fyrir aðra að vinna eða fara inn á svæðið. Sjónrænt mat gefur til kynna töluvert tjón.

Lesa meira

Seyðfirðingum heitið upplýsingum um hádegi

Íbúar Seyðisfjarðar eiga að fá upplýsingar um hvenær þeir geta vitjað heimila sinna um hádegi í dag í kjölfar fundar almannavarna og Veðurstofunnar.

Lesa meira

Útlit fyrir rýmingu næsta sólarhringinn

Rýming verður í gildi bæði á Eskifirði og Seyðisfirði næsta sólarhringinn hið minnsta. Metið verður um klukkan ellefu í fyrramálið hvort hægt verði að hleypa íbúum heim til að huga að eigum sínum. Engra er saknað eftir skriðuföll á Seyðisfirði í dag og engin slys verið tilkynnt.

Lesa meira

Hlýjar kveðjur frá Fjarðabyggð til Seyðfirðinga

Austfirðingar hafa undanfarna daga verið rækilega minntir á þann ógnarkraft sem býr í náttúrunni og veðurfarinu. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sendir íbúum Seyðisfjarðar hlýjar kveðjur í kjölfar þeirra hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað þar undanfarna daga. Hugur allra íbúa Fjarðabyggðar er hjá Seyðfirðingum þessa stundina.“

Lesa meira

Rýming áfram í gildi á Eskifirði

Rýming er áfram í gildi á Eskifirði, á svæðinu milli Lambeyrarár og Ljósár, þar sem ríflega 160 manns þurfti að yfirgefa heimili sín seinni partinn í gær vegna skriðuhættu.

Lesa meira

Lítið hægt að segja um stöðuna fyrr en birtir á morgun

Ekki verður hægt að meta umfang eða skemmdir skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í dag fyrr en í birtingu í fyrramálið. Bæjarstjóri Múlaþings segir aðgerðir hafa fengið vel en á næstu dögum skýrist hvaða framkvæmdir þurfi að fara í við hreinsunarstarfið.

Lesa meira

Ný skriða við Búðará í morgun

Ný skriða féll innan við Búðará á Seyðisfirði, á svipuðum slóðum og stór aurskriða kom niður um klukkan þrjú í gær. Þeirri umferð sem leyfð verður um bæinn í dag verður stýrt en enn er verið að meta aðstæður.

Lesa meira

Seyðisfjörður tómur til morguns

Staða rýmingar Seyðisfjarðar er enn í gildi og verður ekki metin að nýju fyrr en í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum á Austurlandi.

Lesa meira

„Dýrmætt hvað fólk er hjálpsamt“

Sálrænn stuðningur verður til staðar í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum meðan þurfa þykir fyrir íbúa Seyðisfjarðar sem yfirgefa þurftu bæinn í dag vegna skriðuhættu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.