Seyðfirðingum heitið upplýsingum um hádegi

Íbúar Seyðisfjarðar eiga að fá upplýsingar um hvenær þeir geta vitjað heimila sinna um hádegi í dag í kjölfar fundar almannavarna og Veðurstofunnar.

Þetta kemur fram í skilaboðum sem send eru frá Rauða krossinum. Bærinn var rýmdur í gær eftir að mikil aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Allir sem voru á staðnum þurftu að láta skrá sig áður en þeir fóru upp í Egilsstaði.

Verið er að meta aðstæður og fara yfir stöðuna þessa stundina. Engum er hleypt inn í bæinn og er leiðin yfir Fjarðarheiði lokuð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.