Rýming gekk vel á Eskifirði

Ríflega 160 manns þurftu undir kvöldmat að rýma hús sín á Eskifirði vegna skriðuhættu. Rýmingin gekk vel og er búið að finna öllum húsaskjól.

Lesa meira

Skýldu sér bakvið Gamla ríkið

Fólk, sem statt var í aðgerðastjórn björgunaraðgerða á Seyðisfirði þegar mikil skriða féll á svæðinu í dag, flúði í skjól bakvið nálægt hús meðan lætin gengu yfir.

Lesa meira

Slapp undan skriðunni á náttfötunum

„Ég rétt slapp undan skriðunni á hlaupum á náttfötunum,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir íbúi í húsi sem stendur rétt hjá Búðará þar sem skriðan í dag féll niður.

Lesa meira

Stór aurflóð ekki óþekkt á Seyðisfirði

Stór aurflóð eru ekki óþekkt fyrirbrigði á Seyðisfirði en þau hafa yfirleitt fallið utar í firðinum en þau sem bæjarbúar glíma við núna.

Lesa meira

Búið að koma öllum Seyðfirðingum í gistingu

Búið er að koma öllum íbúum Seyðisfjarðar í gistingu eftir að rýma þurfti bæinn vegna skriðuhættu í dag. Á sjötta hundrað manns gerðu vart við sig í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í grunnskólanum á Egilsstöðum.

Lesa meira

„Gáfum í og komum okkur undan“ - Myndir

Ekki er annað vitað en allir þeir sem staddir voru á Seyðisfirði laust fyrir klukkan þrjú í gær þegar miklar skriður féllu á utanverðan bæinn séu ómeiddir þótt sumir hafi sloppið með skrekkinn. Lögreglumenn við störfum voru meðal þeirra sem sáu skriðuna koma niður og forðuðu sér.

Lesa meira

Seyðisfjörður rýmdur og neyðarstigi lýst

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi á Seyðisfirði og ætlunin er að rýma bæinn að fullu, það er flytja alla íbúa á brott. Allir sem staddir eru á Seyðisfirði hafa verið beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í Herðubreið.

Lesa meira

Annað hús farið eftir mikla skriðu

Annað hús fór í aurskriðu sem féll niður farveg Búðarár á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst með fólk á svæðinu.

Lesa meira

Forseti Íslands sendir Austfirðingum hlýjar kveðjur

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent íbúum á Seyðisfirði og Eskifirði, sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu, kveðjur sem og öllum sem standa þar vaktina. Hann segir þjóðina alla standa nú saman.

Lesa meira

Hættustigi lýst á Eskifirði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu.

Lesa meira

Fleiri hús farin eða stórskemmd

Ljóst er að stórfellt eignatjón hefur orðið á Seyðisfirði í miklum skriðum sem féllu skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki hefur tekist að staðfesta hvort allir íbúar séu óhultir.

Lesa meira

Reynt að lágmarka það tjón sem þegar er orðið

Vinnuvélar eru að störfum í jöðrum skriðunnar sem féll í nótt og hreif húsið að Austurvegi 38 á Seyðisfirði með sér. Ekki er talin hætta á olíumengun þótt skriðan umlyki bensínstöð Orkunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.