Hættustigi lýst á Eskifirði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu.

Sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar hafa stækkað í dag. Veðurstofan mælist til þess að Botnabraut, Hátún, Helgafell, Lambeyrarbraut, Hólsvegur og Strandgata verði rýmdar.

Íbúar í viðkomandi götum eru beðnir um að skrá sig í fjöldahjálparstöð Rauða kross Íslands í kirkju- og menningarmiðstöðinni að Dalbraut 2 á Eskifirði eða að hringja í síma 1717, að því er segir í tilkynningu.

Mynd: Svæðið sem á að rýma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.