Þingforseti sendir baráttu- og samúðarkveðjur

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sendi íbúum Austurlands baráttu- og stuðningskveðjur í ávarpi sínu við þinglok seint í gærkvöldi. Um leið og hann óskaði þingmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

„Ég hélt kannski að Katla myndi gjósa en það voru náttúruöflin fyrir austan sem minntu á sig í gær og í dag með geigvænlegum fréttum frá Seyðisfirði,“ sagði Steingrímur m.a. í ávarpi sínu.

„Hugur okkar allra er nú hjá Seyðfirðingum, Eskfirðingum og öðrum íbúum Austurlands. Þeim eru sendar baráttu- og samstöðukveðjur héðan frá Alþingi Íslendinga.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.