Hlýjar kveðjur frá Fjarðabyggð til Seyðfirðinga

Austfirðingar hafa undanfarna daga verið rækilega minntir á þann ógnarkraft sem býr í náttúrunni og veðurfarinu. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sendir íbúum Seyðisfjarðar hlýjar kveðjur í kjölfar þeirra hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað þar undanfarna daga. Hugur allra íbúa Fjarðabyggðar er hjá Seyðfirðingum þessa stundina.“

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar í dag og er skjalið undirritað af Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

„Á Eskifirði þurfti einnig að rýma hús vegna hættu á skriðuföllum að kvöldi föstudagsins 18.desember. Komið hafði í ljós að sprungur í og við veginn yfir Oddsskarð, ofan byggðar á Eskifirði, höfðu stækkað og rýming húsa vegna þess talin nauðsynleg.  Þar eins og á Seyðisfirði brugðust íbúar vel við og rýming svæðisins gekk vel. Sem betur fer kom ekki til þess að flóð færi af stað og er það mikil mildi.  Verið er að meta aðstæður nú þar og er tíðinda að vænta þegar líða tekur á daginn en þangað til verður svæðið sem rýmt var lokað.      

Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með fumlausum viðbrögðum íbúa og viðbragðsaðila á Austurlandi við þeim atburðum sem hér hafa átt sér stað. Það er á svona stundum sem hvað best sést það góða samfélag sem við búum í á Austurlandi getur áorkað. Rétt er að nota tækifærið og koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem að málinu komu, bæði íbúum og viðbragðsaðilum.

Mikil mildi er að ekki skyldi verða manntjón á Austurlandi í þeim hörmungum sem hér gengu yfir, en eignatjón er gríðarlegt. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa árum saman barist fyrir því að framkvæmdum við ofanflóðavarnir sé haldið áfram og tryggt sé að það fjármagn sem til staðar er í Ofnaflóðasjóði verði nýtt til að ljúka uppbyggingu varnarmannvirkja um allt land hið fyrsta. Nauðsynlegt er að halda því áfram, og leggja enn frekari áherslu á uppbygginguna en nú er gert. Það er ekki boðlegt að bjóða íbúum þeirra svæða sem, búa við hættu á ofanflóðum, að varnarmannvirki séu ekki til staðar til að verja þá og eignir þeirra.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.