Loksins hætt að rigna en skriðuhætta áfram

Það er loksins hætt að rigna á Seyðisfirði en skriðuhætta er áfram í bænum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa fundað í morgun um stöðuna á Seyðisfirði. Verið er að greina niðurstöður úr mælingum sem gerðar voru á vatnsmagni í hlíðunum fyrir ofan bæinn.

Neyðarstig er í gangi til a.m.k. kl. 11 en þá á að endurmeta stöðuna.

Í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar segir að það dró úr úrkomu á Seyðisfirði í gærkvöldi og snérist í norðlæga átt í nótt.  Lítil úrkoma hefur mælst á Austfjörðum í nótt. Spáð er úrkomulitlu veðri áfram um helgina og kólnandi á sunnudag.

Ekki hafa borist fréttir af frekari skriðuföllum á Seyðisfirði en aðstæður verða kannaðar þegar birtir. Bærinn er mannlaus en björgunarsveitarmenn og sérfræðingar fara til þess að kanna aðstæður í dag. Gerðar verða mælingar til þess að kanna hreyfingu yfirborðsjarðlaga og teknar myndir með flygildi eftir því sem aðstæður leyfa.

Sprungur sáust á gamla þjóðveginum um Oddsskarð ofan við Eskifjörð eftir hádegi í gær á tveimur svæðum ofan svæðisins sem rýmt var í gær. Hreyfing hefur verið á þessum sprungum, bæði gliðnun og sig, etv. 10 cm eða meira. Aðstæður verða kannaðar í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.