Rýming áfram í gildi á Eskifirði

Rýming er áfram í gildi á Eskifirði, á svæðinu milli Lambeyrarár og Ljósár, þar sem ríflega 160 manns þurfti að yfirgefa heimili sín seinni partinn í gær vegna skriðuhættu.

Ákvörðun var tekin um rýmingu eftir að í ljós kom að sprungur í veginum upp Oddsskarð höfðu gliðnað um allt að 10 cm í gær.

Starfsmenn frá Veðurstofu, Vegagerðinni og Fjarðabyggð meta nú aðstæður. Vonast er til að niðurstaða þeirra liggi fyrir fljótlega eftir hádegi og er von á nýrri tilkynningu milli klukkan 13 og 14.

Rýming verður í gild, að minnsta kosti þangað til.

Í samtali við Austurfrétt segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að sérfræðingar með flygildi hafi skoðað svæðið í morgun. Staðan skýrist síðar í dag, meðal annars hvort íbúar fái að vitja húsa sinna. Líf og limir fólks hafi alltaf forgang.

Frá Eskifirði í morgun. Mynd: Sverrir Mar Albertsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.