Um 20 komu í morgunmat í fjöldahjálparstöðina

Um 20 manns komu í morgunmat í fjöldahjálparstöðina á Egilisstöðum í morgun.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir hjá Rauða krossinum segir að að ekki sé ljóst hve stöðin verði lengi opin. Það fari eftir þeim ákvörðunum sem aðgerðastjórn almannavarna og lögreglan tekur.

„Það er þó ljóst að fjöldahjálparstöðin verður opin eitthvað fram eftir degi,“ segir Ragnhildur Rós.

Aðspurð um hvernig hljóðið hafi verið í fólkinu sem kom segir Ragnhildur Rós að það hafi ekki verið neinn bilbug að finna hjá því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.