Seyðisfjörður tómur til morguns

Staða rýmingar Seyðisfjarðar er enn í gildi og verður ekki metin að nýju fyrr en í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum á Austurlandi.

 

Því er ljóst að íbúar Seyðisfjarðar fá ekki að fara heim í dag til að huga að eigum sínum og var þetta áréttað með sms-skilaboðum sem embættið sendi frá sér.

Fundað var í morgun með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, aðgerðastjórn á Austurlandi ásamt Veðurstofunni vegna atburða á Seyðisfirði. Þar var staða metin á innviðum eins og rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleiru. Hættustig er vegna aurskriða og neyðarstig almannavarna eftir atburði gærdagsins.

Aðgerðastjórn er á Egilsstöðum í björgunarsveitarhúsinu að Miðási 1. Hægt er að leita frekari upplýsinga þar ef óskað er. Næsta tilkynning verður send milli klukkan 13 og 14 í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.