Seyðisfjörður tómur til morguns

Staða rýmingar Seyðisfjarðar er enn í gildi og verður ekki metin að nýju fyrr en í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum á Austurlandi.

 

Því er ljóst að íbúar Seyðisfjarðar fá ekki að fara heim í dag til að huga að eigum sínum og var þetta áréttað með sms-skilaboðum sem embættið sendi frá sér.

Fundað var í morgun með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, aðgerðastjórn á Austurlandi ásamt Veðurstofunni vegna atburða á Seyðisfirði. Þar var staða metin á innviðum eins og rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleiru. Hættustig er vegna aurskriða og neyðarstig almannavarna eftir atburði gærdagsins.

Aðgerðastjórn er á Egilsstöðum í björgunarsveitarhúsinu að Miðási 1. Hægt er að leita frekari upplýsinga þar ef óskað er. Næsta tilkynning verður send milli klukkan 13 og 14 í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar