Fjarðabyggð með ódýrustu gjöldin fyrir grunnskólabörn

Ef öll gjöld fyrir grunnskólabörn, gjöld fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat, eru tekin saman er Fjarðabyggð með lægstu gjöldin, 22.470 kr. á mánuði. Samtals munar um 95% á þessum gjöldum hjá Fjarðabyggð og því sveitarfélagi þar sem gjöldin eru hæst sem er á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Go-IoT hlýtur inngöngu í LoRa Alliance

Austfirska tæknifyrirtækið Go-IoT er orðinn fullgildur meðlimur að LoRa Alliance, samtökunum að baki LoRa WAN samskiptastaðlinum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir aðildina mikilvæga fyrir fyrirtækið til að koma sér á framfæri og hafa áhrif á þróun staðalsins.

Lesa meira

Heimastjórn sátt við breytingar í Berufirði

Heimastjórn Djúpavogs gerir ekki athugasemdir við tilkynningu Fiskeldis Austfjarða vegna fyrirhugaðra breytinga á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Berufirði, sé skilyrðum laga og reglugerða mætt.

Lesa meira

Um 20 norsk skip á loðnumiðunum

Um 20 norsk skip hafa verið að veiðum á loðnumiðunum að undanförnu. Allmörg þessara norsku skipa hafa landað afla á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað.


Lesa meira

Vill að vetrarþjónusta á Öxi verði bætt verulega

„Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að vetrarþjónusta á Öxi verði bætt verulega frá því sem nú er enda er um mikilvæga samgöngutengingu að ræða á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins.“


Lesa meira

Einar sækist eftir oddvitasætinu hjá Pírötum

Einar A. Brynjólfsson, fyrrum þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, sækist eftir að leiða lista flokksins í Alþingiskosningum í haust. Einar var áður þingmaður flokksins árin 2016-17.

Lesa meira

Hreindýrakvótinn minnkar frá því í fyrra

Heimilt er að veiða allt að 1220 hreindýr í ár, 701 kýr og 519 tarfa. Þetta er aðeins minni fjöldi en í fyrra þegar samtals mátti veiða 1325 hreindýr


Lesa meira

Ferðagjöfin fremur lítið notuð á Austurlandi

Ferðagjöfin sem komið var á laggirnar í fyrra var fremur lítið notuð á Austurlandi miðað við landið í heild. Samtals voru ferðagjafir að upphæð 28 milljónir kr. notaðar á Austurlandi en á landinu í heild nemur upphæðin 761 milljón kr.


Lesa meira

„Finnum að taugakerfi fólks er trekkt“

Talsvert álag hefur verið á geðheilbrigðisteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands og aðra sem veita sálrænan stuðning í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði um miðjan desember. Tugir einstaklinga hafa farið í samtöl hjá teyminu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.