Fjarðabyggð með ódýrustu gjöldin fyrir grunnskólabörn

Ef öll gjöld fyrir grunnskólabörn, gjöld fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat, eru tekin saman er Fjarðabyggð með lægstu gjöldin, 22.470 kr. á mánuði. Samtals munar um 95% á þessum gjöldum hjá Fjarðabyggð og því sveitarfélagi þar sem gjöldin eru hæst sem er á Seltjarnarnesi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar þar sem fjallað er um verðlagskönnun á þjónustu við grunnskólabörn sem Alþýðusamband Íslands birti á dögunum. Í könnuninni eru borin saman gjöldium fyrir skóladagvistun og skólamat í 15 stærstu sveitarfélögum landsins.

„Fjarðabyggð er eina sveitarfélagið í könnuninni, þar sem heildarkostnaður fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat lækkar á milli ára og nemur lækkunin um 10%. Á árlegum grunni eru fyrrgreind gjöld nær 200.000 kr. ódýrari í Fjarðabyggð en á Seltjarnarnesi.

„Munar þar mestu um að verð fyrir skólamáltíðir er afar hagstætt í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð bíður upp á langódýrstu skólamáltíðirnar af þeim sveitarfélögum sem þarna eru borinn saman. Undanfarinn ár hefur verið unnið að því að gera skólamáltíðir í Fjarðabyggð gjaldfrjálsar og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu í haust,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.