Einar sækist eftir oddvitasætinu hjá Pírötum

Einar A. Brynjólfsson, fyrrum þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, sækist eftir að leiða lista flokksins í Alþingiskosningum í haust. Einar var áður þingmaður flokksins árin 2016-17.

Í tilkynningu sem Einar sendi frá sér í morgun segist hann hafa lært margt á þeim stutta tíma sem hann sat á þingi sem hann vilji byggja á. Hann hafi meðal annars komið að vinnu við stjórnarskrá, tekjustofna sveitarfélaga, menntamál, strandveiðar, umhverfis mál og rannsókn á fjárfestingaleið Seðlabankans.

„Ég vil þróa íslenskt samfélag í átt til jafnréttis og jafnaðar á öllum sviðum, t.d. með því að ráðast gegn spillingu og óráðsíu, þannig að við öll fáum jöfn tækifæri til frægðar og frama án tillits til flokksskírteinis og/eða efnahags.

Ég vil berjast fyrir frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og auka aðkomu almennings að lýðræðislegri ákvarðanatöku með því að beita mér fyrir nýrri stjórnarskrá, sérstaklega þeim ákvæðum sem snúa að auðlindum, beinu lýðræði og mannréttindum.

Ég vil takast á við kvótakerfið, auka strandveiðar, leggjast í stórsókn í atvinnu-, heilbrigðis- og menntamálum á landsbyggðunum á grunni sjálfbærni og í sátt við umhverfið.

Auk þess vil ég beita mér fyrir gerbreyttu vinnulagi á Alþingi, sem myndi auka gæði, skilvirkni og síðast en ekki síst, auka traust almennings á þeirri stofnun,“ segir Einar, sem kenndi við Menntaskólann á Akureyri áður en hann settist á þing.

Frestur til að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í kjördæminu er til 3. mars. Kosning hefst strax þá og stendur til 13. mars. Haldnir voru kynningafundir með þeim frambjóðendum sem þá voru komnir fram í byrjun febrúar en önnur umverð þeirra verður í byrjun mars.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.